Holdakanína í Pilsner

Kjötréttir

Hér er uppskrift að holdakanínukjötrétt elduðum með bjór eða pislner, ljúfengt og hollt, borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Efni:
1 Holdakanína, hlutuð
2 msk matarolía
1 tsk oregon - Salt og pipar
1 laukur, saxaður - 1-2 tómata, sneidda
1-2 tsk saxaður hvítlaukur
1 33 cl bjór eða pilsner

Meðhöndlun
Hitið olíuna á pönnu, kryddið kjötið með oregon, salti og pipar. Setjið kjötið í heita olíuna og brúnið báðar hliðar. Færið kjötið í pott og hellið bjórnum eða pilsnernum yfir. Bætið við lauknum, tómötunum og hvítlauknum við og látið krauma í um 30 mínútur eða þar til kjötið er meyrt. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Sendandi: Sigfús Sigfússon <sigfus@holdakaninur.com> (08/09/1999)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi