Bollur úr sætri kartöflu

Óskilgreindar uppskriftir

Hendi þessu hér inn á meðan ég man uppskriftina!

Efni:
Ein sæt kartafla
1/2 dl mjöl, hveiti, má vera spelt, kíkertumjöl, möndlumjöl
1 egg
1/2 tsk salt
1 tsk Cumin
Chili á hnífsoddi
Hvítlauksrif eða smá duft.
1/2 fínt saxaður laukur
Rapsolía til steikingar

Meðhöndlun
Sjóða sætu kartöfluna og skafa úr flusinu. Stappa. Ég átti sjálfdauða löngu soðna inni í ísskáp. Hræra draslinu saman við og búa til litlar bollur. Hita vænan slurk af olíunni á pönnu og steikja á báðum hliðum þar til gyllt, lækka hitann. Bera fram með soðnu quinoa og salatblöndu eða hrísgrjónum og salati. Whatever makes you happy!

Sendandi: Friðrika Stefánsdóttir <fridrika at flott punktur is> (28/01/2021)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi