Hrísterta með karmellu og súkkulaði

Óskilgreindar uppskriftir

Hvítur botn, karamella, Rice crispies og súkkulaði

Efni:
200 g sykur
200 g smjör, við stofuhita
2 egg
230 g  hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk möndludropar
1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn

Karamella:
2 dl rjómi
120 gr sykur
2 msk síróp
50 gr smjör
1 tsk vanilludr.

Súkkulaði:
200 gr. rjómasúkkulaði
100 gr. suðusúkkulaði

Meðhöndlun
Hitið ofninn í 175°C.Hrærið sykri, smjöri og eggjum saman í 2 – 3 mínútur eða þar til blandan verður orðin létt og ljós.
Bætið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið vel.Hellið möndludropum og vatni saman við í lokin og hrærið vel eða þar til deigið verður slétt og silkimjúkt.Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu í formið, bakið við 175°C í 30 mínútur.
Karamella:
Rjómi, sykur og síróp er soðið saman við lágan hita þar til það þykknar, þá er smjöri og vanilludropum bætt saman við. Látið kólna vel og passa að það sé vel þykkt.
Karamellan er hellt yfir svampbotninn, þá er rice crispies stráð yfir, sett inn í frysti í nokkrar mínútur og að lokum er smurt bræddu súkkulaði yfir.

Sendandi: Addý <addgys@hotmail.com> (04/08/2020)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi