Kalkúna hamborgarar

Óskilgreindar uppskriftir

Grillaðir kalkúna hamborgarar - algjör snilld

Efni:
Uppskrift fyrir 8 borgara:

1kg. kalkúnahakk (má einnig nota kjúklingahakk)
1/8 laukur
2-3 hvítlauksrif
1 vorlaukur
3 tsk. ferskt Timian (eða þurrkað og þá 1-2 tsk.)
1 tsk. villibráðarkrydd
1 stk. egg
3 msk. ristaðar furuhnetur
3-4 tsk. Maldon salt
2 tsk nýmalaður pipar
dask af Season all
8 sneiðar af provalone osti
8 stk. heilhveiti hamborgarabrauð

Meðhöndlun
Furuhneturnar eru ristaðar og saxaðar, laukurinn, hvítlaukurinn og vorlaukurinn eru einnig saxaðir smátt og öllu blandað saman við hakkið í stóra skál. Því næst er ferska timianið skoðrið smátt og bætt út í ásamt öðru kryddi og egginu. Þá er Maldon saltinu bætt við og ríflega af nýmöluðum pipar.

Allt er þetta hrært vandlega saman þar til orðið að fínu hakk degi. Ef deigið er mjög blautt má bæta smá brauðmylsnu út í til að jafan deigið. Látið standa í kæliskáp í 2-3 klst.

Deginu er svo skipt niður í 8 jafnstóra hluta og pressað í hamborgara.

Hamborgararnir eru svo grillaðir eins og lög gera ráð fyrir, helst ekki ofeldaðir til að viðhalda sem mestu af bragði.

Meðlæti:

Lambhagasalat
Tómatar
Gúrkur
Steiktur laukur
Tómatssósa
Dijon sinnep (með fræjum)
Dijonnaise (Hellemann´s Creamy Dijon Mustard)

Sendandi: Pétur Bauer <peturbauer@outlook.com> (17/07/2017)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi