Eggjanúðlur með kjúklingi og grænmeti.

Óskilgreindar uppskriftir

Hrikalega gott.

Efni:
1 haus brokkolí
1 haus blómkál
(Má vera frosið)
5-6 gulrætur
4-6 kjúklingabringur
Cayennepipar
Engifer
Hvítlaukssalt
Grænmetisteningur 1-2
Soya sósa
Smá vatn
Kasjuhnetur (eða aðrar hnetur eða fræ)

Meðhöndlun
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu, og leggið til hliðar. Skerið grænmetið í hæfilega bita, svissið það á pönnu og kryddið eftir smekk með meðfylgjandi kryddum og bætið við soya sósu og smá vatni. Sjóðið eggjanúðlurnar eftir leiðbeiningum.

Allt er sett saman í skál og blandað vel saman. Hnetur eða fræ stráð yfir í lokinn.

Sendandi: Linda (27/03/2015)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi