Blómkálssúpa

Óskilgreindar uppskriftir

Æðislega góð

Efni:


110 g smjör
1/2 laukur, fínhakkaður
1 gulrót, skorin í litla teninga
1 blómkálshaus, grófhakkaður
8 bollar vatn
2 grænmetisteningar
1 kjúklingateningur
6 msk hveiti
2 bollar mjólk
1 bolli matreiðslurjómi
salt og pipar
1 stútfullur bolli sýrður rjómi

Meðhöndlun

Bræðið 55 g af smjöri yfir miðlungshita í rúmgóðum potti. Setjið laukinn í pottinn og steikið (eða kannski öllu heldur sjóðið) í smjörinu þar til hann er mjúkur og gegnsær, það tekur um þrjár mínútur. Bætið gulrót og sellerý í pottinn, hrærið saman við laukinn og steikið í tvær mínútur til viðbótar. Bætið blómkáli saman við, hrærið vel í pottinum, setjið lok á hann og látið sjóða við mjög vægan hita í 15 mínútur. Setjið vatn, kjúklinga- og grænmetisteninga í potttinn og látið sjóða í 10 mínútur.

Á meðan súpan sýður er útbúin einföld hvít sósa. Bræðið það sem eftir var af smjörinu (55 g) í potti yfir miðlungsháum hita og hrærið síðan hveitinu saman við. Látið sjóða við vægan hita í 2 mínútur og hrærið síðan mjólkinni saman við í smáum skömmtum. Takið pottinn af hitanum og hrærið matreiðslurjómanum saman við.

Hrærið hvítu sósunni út í blómkálssúpuna, látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar. Látið súpuna sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Hún mun þykkna örlítið á meðan hún sýður.

Þegar súpan er borin fram er sýrði rjóminn settur í botn á súpuskál og súpunni hellt yfir. Þar sem við vorum svo fá í mat þá setti ég væna skeið af sýrðum rjóma í botninn á súpuskálunum okkar og svo settum við súpuna yfir. Það er síðan hrært varlega í súpunni þannig að sýrði rjóminn blandist vel við hana. Berið fram með góðu brauði.

Sendandi: Linda (01/08/2014)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi