Heimalöguð BBQ svínarif

Óskilgreindar uppskriftir

Miklu betra en tilbúin rif sem maður fær út í búð og einfaldara en það hljómar, bara skera allt niður og henda í pott. :-)

Efni:
2 svínarif
1 lime
3 yalapeno
4 hvítlauksgeirar
1 hvítur laukur
1 matskeið blönduð piparkorn
1 teskeið negulnaglar
8 greinar ferskt timian (eða 1-2 tsk. duft)
3 lárviðarlauf
2 dósir Malt og/eða dökkur bjór
4 matskeiðar púðursykur
1/2 teskeið paprikuduft
1 flaska BBQ sósa (ca. 1/2 lítri)
250ml vatn (eða meira ef þarf)

Meðhöndlun
Lime skorið í sneiðar
Yalapeno skorið í grófa bita með fræjum
Hvítlauksgeirarnir skrældir og marðir
Laukurinn skorinn gróft

Sett í pott með restinni, vökvum og kryddi og suðan látin koma hægt upp.

Rifin skorin í helming eða nógu stóra bita til að passa ofan í pottinn. Best að fjarlægja mest af himnunni neðan af rifjunum svo þau taki dragi betur í sig bragðið. Gott að nota eldhúsbréf til að ná taki á himnunni þegar er verið að rífa hana af.

Rifin sett út í og soðið áfram á vægri suðu í 45-60 mín þar til rifin eru tilbúin (aðeins farin að losna frá beini).

Rifin tekin úr pottinum, pensluð með BBQ sósu og grilluð á grilli eða í ofni.

Langbest með heimatilbúnni BBQ sósu!!

Uppskriftin að grunni til úr bókinni Grillað.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (04/02/2012)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi