Kjúklingur á kjúklingastandi

Kjötréttir

Meir og safaríkur

Efni:
1 kjúklingur

1 dl. vatn
1 tsk worchestersósa eða sojasósa
1 grænmetisteningur
2 hvítlauksrif
1 msk. appelsínuþykkni

Kjúklingastandur frá Svabbi ehf

Meðhöndlun

Kjúklingurinn kryddaður með
kjúklingakryddi.

Vatn, worchestersósa, grænmetisteningur, hvítlauksrif og appelsínuþykkni sett í hólkinn á kjúklingastandinum

og kjúklingurinn settur ofan á hólkinn, þannig að hann sitji vel.

Standurinn með kjúklingnum settur í ofnskúffu eða eldfast mót og smá vatn sett í skúffuna og hann steiktur við 180-200°
í 50-60 mínútur.

Hægt er að setja aðra blöndu í standinn, allt eftir ósk hvers og eins. Bara að prófa sig áfram.

Kjúklingurinn dregur í sig rakann frá standinum og verður mjög meir og safaríkur.

Sósan:

Smjörlíki brætt í potti, hveiti hrært saman við og vökvinn úr kjúklingastandinum hrærður saman við, síðan sósulitur og e.t.v. krydd og smá rjómi.

Borið fram með brúnuðum kartöflum.

Kjúklingastandurinn fæst hjá Svabbi ehf/facebook. email: svabbie@btnet.is

Sendandi: Hólmfríður Ebenesersdóttir <frida@vefsidur.is> (26/02/2011)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi