Góður fiskréttur

Fiskréttir

Ótrúlega góður og einfaldur fiskréttur

Efni:
2 lítil fiskflök
smáslatti af rækjum
2 egg
Campell's sveppasúpa (í dós)
ostur
krydd (salt+pipar)

Meðhöndlun
Fiskiflökin eru skorin í bita og sett í eldfast mót.
Rækjum stráð yfir og saltað og piprað.
Eggin eru þeytt vel (í hrærivél) og súpan hrærð saman við
þau og gumsinu svo hellt ofan á fiskinn og rækjurnar.
Ofan á allt saman er svo settur rifinn ostur.
Þetta er svo bakað við 200C í ca. 25 mínútur.

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> (20/04/1998)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi