Svínakjötspottréttur

Kjötréttir

Góður. Fyrir sex manns.

Efni:
1 kg svínakjöt
(hryggvöðvi)
2 laukar
100 gr bacon
smjörl eða matarolía.
2 msk karrí
1 msk paprikuduft
4 dl vatn
300 gr ananas í bitum
safi af ananasnum
21/2 dl rjómi eða matreiðslurjómi.
2-3 súputeningar
salt og pipar
sósujafnari

Meðhöndlun
Saxð lauka og brúnið ásamt beikoni í smjörlíki eða olíu.Bætið karrí og papriku út í.
Skerið kjötið í strimla,ca 1x3cm
og steikið í laukblöndunni.
Hellið ananassafa og vatni sjóðið í 15-20 mín.Setjið rjómann og ananasbitana í að lokum.
Bragðbætið með kjötkrafti,salti og pipar.
Þykkið sósuna með sósujafnara.

Berið með hrísgrjón og salati.

Sendandi: Hulda Vatnsdal (08/10/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi