snúðar

Brauð og kökur

snúðadeig f. 3 persónur

Efni:
Vatn (kalt) 1000 g
Sykur 150 g
Salt 20 g
Pressuger 150 g (50 g þurrg)
Smjörlíki 150 g
Hveti(sterkt) 2000 g

Meðhöndlun
Allt sett sama í hrærivélarskál og hnoðað sman í ca. 6 mín. Deigið hvílt í 10 mín

Snúðar: Fletjið 1500 g af deigi þar til það er orðið u.þ.b. 60 cm langt og 40 cm breitt. Sáldrið kanilsykri yfir stykkið en skiljið eftir 2 cm brún langsum og penslið með vatni. Rúllið lengjunni þétt upp (að ykkur) þannig að hún lokist með vatninu. Skerið í 1,5 cm þykka snúða og raðið á plötu. Gerið ráð fyrir að snúðarnir tvöfaldist um stærð.

Hefið og bakið við 200 °C þar til snúðarnir hafa tekið fallegan lit. passið að ofbaka ekki.
Snúðana er gott að "glassera" með hvítum eða brúnum glassúr.
Hvítur: 500 g flórsykur + 180 ml. heitt vatn hrærist vel saman .
Brúnn: 500 g flórsykur + 100 g kakó balndist vel saman + 200 ml. heitt vatn.

P.S er líka hægt að setja u.þ.b. 3 tsk af lyftidufti í staðin fyrir gerið en þá þarf ekki að hefa deigið

Sendandi: bryndís perla <bryndís_perla@hotmail.com> (09/06/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi