Gróft brauð

Brauð og kökur

Fljótlegt, holt og gott

Efni:
350 g heilhveiti
100 g haframjöl
25 g sesamfræ
25 g hörfræ
5 tsk lyftiduft
1 dl ABmjólk/sojamjólk
3-4 dl vatn
1/2 - 1 tsk salt

Meðhöndlun
Þurrefni eru látin í skál og mjólkinni og vatninu er hrært saman við. Deigið er sett í aflangt form og bakað við 180-200° í 1 klst.

Sendandi: Guðrún Björk Einarsdóttir <guabjork@hotmail.com> (23/05/2009)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi