Tvöföld eplakaka

Brauð og kökur

Algjör snild

Efni:
375 gr hveiti
375 gr sykur
375 gr smjörlíki
2 ts lyftiduft
6 st egg
6 græn epli
kanilsykur

Meðhöndlun
Hita ofn í 150°c.
Afhýðið epli skerið í báta.
Hræra smjörlíki og sykur vel saman og bætið síðan eggjum út í,
einu í senn. Hveiti og lyftiduft
sett út í og hrærið.Hellið helmingnum af deiginu í smurt,
hveitistráð stórt 27cm smelluform.
Raðið eplabátum yfir, síðan vel af kanelsykri. Setja afganginn af deiginu ofan á síðan restina af eplunum og tráið ríflega
af kanilsykri yfir.
bakað í a.m.k.80 mín stingið
prjóni til að vera viss.
Látið tertuna kólna í forminu.

Sendandi: Hulda Sigurðardóttir <vatnsdalur@simnet.is> (21/11/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi