Skyrterta

Brauð og kökur

Góð, fljótleg og MJÖG einföld!

Efni:
400g hreint skyr
1/4 líter rjómi
Vanillusykur eftir smekk
Lu Kanelkex
Ávextir til skreytingar

Meðhöndlun
Myljið kanelkexið í botninn á forminu. Þeytið rjómann og blandið saman við skyrið, og bætið vanillusykri við eftir smekk.

Hellið skyrblöndunni ofaná kexið, og dreifið jafnt yfir.

Skreytið með ávöxtum að vild :)

Sendandi: Jóhanna <joulingur@hotmail.com> (19/10/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi