Tuna Pasta

Pizzur og pasta

Túnfiski, drekkt í hvítlauk eins og allt annað sem ég elda.

Efni:
2.dósir túnfiskur
3.hvítlauksgeirar
2.dósir kássaðir tómatar
1.laukur(ekki dverga)
1.paprika að eigin vali
200 gr.nýir sveppir eða stór sveppadós fyrir fátæklinga
Oregano,steinselja og hvítvínssletta(mysa fyrir fátæklinga)

Meðhöndlun
Saxaður laukur, paprika og sveppir svissaðir á pönnu. Túnfiskinum bætt útí
og síðan tómötunum. Kryddað eftir smekk og smá hvítvínssletta setur punktinn
yfir iið. Berist fram heitt(HA HA HA) með hvítlauksbrauði og góðum yljandi
drykk(helst ekki kakói)

Sendandi: Lára Lekkera <larabjork@hotmail.com> (25/11/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi