Pastasúpa Rakelar

Súpur og sósur

Góð súpa sem krakkar elska og öll fjölskyldan.

Efni:
laukur
hvítlaukur 3-4 rif
1græn og 1 rauð paprika
2dósir niðurs.tómatar
1 dós tómatpúrra
2-4 kartöflur
3-4 gulrætur
blómkál ef vill
1,5 l vatn
3 kjúklingateningar
Pastaslaufur
olía

Meðhöndlun
skerið lauk og hvítlauk og mýkið í olíunni í pottinum,setjið grænmeti útí skorið í hæfilega bita og hellið svo vatni,tómötum og tómatpúrru ásamt teningum útí.Látið sjóða í ca 10 mín og setjið þá pastað útí og sjóðið áfram í 10-15 mínútur.
Gott að rífa parmessanost yfir súpuna á disknum þegar hún er borin fram.
Berið fram með hvítlauksbrauði

Sendandi: Hulda Smáradóttir <gah@islandia.is> (28/04/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi