Uppáhalds fiskur húsbóndans

Fiskréttir

Geggjað góður fiskréttur

Efni:
300 gr ýsa
2-3 gulrætur
1/2 blómkálshaus
1/2 brokkolíhaus
1 paprika
1 dós sveppasmurostur
1 dós hvítlauksrjómaostur
1 peli rjómi
1 poki gratínostur
1/2 poki Maarud paprikuflögur
Salt & pipar eftir smekk

Meðhöndlun
Skerið fikinn í meðalstóra bita. Kryddið með salti & pipar. Raðið fisknum í eldfast mót.
Skerið grænmetið niður & brúnið það rétt á pönnu. Setjið það svo yfir fiskinn.
Setjið sveppasmurost, hvítlauksrjómaostinn & rjóma í pott & bræðið saman, þangað til það er komin mjúk sósa. Hellið henni yfir fisk & grænmeti.
Blandið ostinum og paprikuflögunum saman & stráið yfir allt.
Skellið þessu svo inn í ofn við svona 180° í 30-45 mín.
Berið fram með hrísgrjónum & snittubrauði.

Sendandi: Inga <si1983@hotmail.com> (10/03/2008)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi