Grænmeti í ofni
Grænmetisréttir
Ofsalega einfaldur ofnréttur, bæði góður einn og sér, eða sem meðlæti. Magn af grænmeti fer alveg eftir smekk og fjölda manns. 
Efni:
Sætar kartöflur
Blómkál
Létt smurostur með grænmeti
Undanrenna
Heslihnetuflögur eða möndluflögur
Meðhöndlun
Afhýðið sætar kartöflur og skerið í u.þ.b. 1 cm bita. 
Skolið blómkál og takið í sundur í litla bita. 
Léttsjóðið bæði kartöflur og blómkál í saltvatni, bara í nokkrar mínútur, ekki mauksjóða.
Látið vatnið renna af, hellið í eldfast mót. 
Setjið í pott smurost og smá undanrennu og bræðið saman. 
Hellið yfir grænmetið og dreifið þar yfir smávegis af heslihnetum/möndlum.
Setjið svo í ofn þar til heitt í gegn og örlítið farið að breyta um lit ofan á. 
Sendandi: Eygló <eyglov@gmail.com> (14/02/2008)