Maríukaka

Ábætisréttir

Gómsæt kaka

Efni:
3 egg
3 dl. Sykur
4 msk. Smjör
1 plata suðusúkkulaði
1 tsk. Salt
1 tsk. Vanilludropar
1 ½ dl. Hveiti

Ofan á kökuna

4 msk. Smjör
1 dl. Púðursykur
3 msk. Rjómi
Valhentur (ofan á kökuna)
1 plata suðusúkkulaði (til að setja ofan á tilbúna kökuna)

Meðhöndlun
Eggin eru þeytt í froðu, svo bætur þú sykrinum út í og hrærir betur.
Bræðir eina plötu af suðusúkkulaði og 4 msk. af smjöri í öllanum og bætir
því ásamt rest út í deigið og hrærir betur. Sett í form (passa að nota form
sem ekki er hætta á að leki úr þar sem deigið er mjög þunnt). Kakan í
ofninn 200 gráður í 20 mín.

Á meðan kakan er í ofninum setur þú smjörið og púðursykurinn í pott
og bræðir og hrærir vel í. Lætur suðuna koma upp þannig að þetta er orðið
svolítið þykkt og karamellulegt (láta sjóða ca. í 1 mín. á meðan þú hrærir).
Svo hellur þú rjóma eða mjólk út í og þá er þetta tilbúið.

Tekur kökuna út og stráir muldum valhnetum yfir og hellir
karamellunni yfir og kakan aftur í ofninn í 20 mín.

Ef vill þá eru settir súkkulaðibitar ofan á kökuna þegar hún er
tilbúin (á meðan hún er heit).

Gott að hafa rjóma eða ís með þessari.

Verði ykkur að góðu

Sendandi: Björk (18/04/2007)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi