Steypukaka

Brauð og kökur

Mjög stór og matarmikil kaka

Efni:
BOTNAR: (1 BOLLI=4 DL)
3 bollar hveiti
3 bollar sykur
1 bolli kakó
1/2 bolli brætt smjör
3 tsk matarsódi
2 bollar mjólk
2 egg

KREM (1 BOLLI=10 DL=) (UPPSKRIFTIN ER EINGÖNGU TIL VIÐMIÐUNAR)
300 gr smjör
4 bollar flórsykur
1/2 bolli kakó
1 egg
vanilludropar
heitt kaffi

Meðhöndlun
BOTNARNIR:
Allt hrært saman í tvær mínútur nema eggjum, síðan egg með í tvær mínútur. Sett í eldföst form og bakað við 210°C. Ef að deigið kemst fyrir í tvö form er það bakað í 40-60 mínútur.
KREMIÐ:
Uppskriftin af því er eingöngu til viðmiðunar. Magninu verður að breyta að vild, en þó er aðaluppistaðan lint smjörlíki og flórsykur. Botnarnir eru síðan settir ofan á hvern annan og kremið á milli og utan á þá. Oft er ágætt að nota kremið til að fylla upp í lægðir sem kunna að myndast þegar botnarnir eru komnir saman.

Hrærivélaskálin þarf að vera í stærra lagi
Gætið þess að skera aðeins örþunna sneið handa hverjum og einum, vegna þess að oft verða menn pakksaddir af einni sneið.
Verði ykkur að góðu.


Sendandi: Atli <atlityr@mmedia.is> (22/09/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi