Hollistusúpa Sesselju

Í toppformi

Hollistusúpa

Efni:
1 msk olía,sunflower frying
1-2 rauðlaukar
1/2 hvítlaukur
1/2 - 1 tsk karrýduft(Pottag.)

1 1/2 lítri vatn
Grænmeti að eigin vali eða
1/2 sellerístilk
1 stk papriku
2 stk tómata
2-4 sm. engiferrót
200 gr smjörbaunir(karteflur)

3-4 gulrætur
1/2 haus blómkál(eftir stærð)

salt og pipar eftir smekk
hafmeyjukrydd(Pottag.) eða annað grænm.krydd eftir smekk.
(2-4 msk rjómaostur eða 1 dós kókosmjólk má sleppa.)

Verði ykkur að góðu.



Meðhöndlun
Steikja laukinn í olíunni, karrýduft sett út á, vatninu hellt yfir og síðan er grænmetið smátt skorið og sett út í súpuna eftir uppsk.röð, kryddað eftir smekk. Ég nota það grænmeti sem ég á til í ískápnum hverju sinni. Það má bæta 2-3 msk rjómaosti,geyta þið viljið eða kókosmjólk ef þið eruð að leita eftir dekri eða fleiri kaloríum. Stundum mauka ég súpuna í blandara, fer bara eftir súpustuðinu. Nota helst lífr,.ræktað. grænmeti. Nota hugmyndarflugið.
Suðutími er ca. 1/2-1 klst, fer eftur þolinmæði og hve mikið fólk vill sjóða grænmetið,. Ég sýð hana stundum upp í 2 klst.

Sendandi: Sesselja Tómasdóttir <sesseljat@simnet.is> (29/11/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi