Draumasósa sælkerans

Súpur og sósur

Pottþétt með öllu steiktu/grilluðu kjöti (líka fuglum) Sósan er einföld í aðalatriðum og ef sá sem býr hana til er lipur við pottana og hugmyndaríkur, þá ábyrgist ég gæðin!

Efni:
UPPSKRIFT FYRIR 4 til 6
2 pl. Kaffirjómi
1 stk. Rjómaostur (með einhverri kryddblöndu. Notið hugmyndaflugið!)
1 stk. Piparostur (þessi litli steypti)
1-2 teningar af kjötkrafti (tegund fer eftir kjötinu sem eldað er)
krydd eftir smekk (t.d. piparblanda og örlítið aromat)
sósulitur (notist í samræmi við smekk hvers og eins)

Meðhöndlun
Kaffirjóminn er hitaður í potti, ekki láta sjóða.
Kjötkraftinum blandað saman við, (eins má nota kraft af kjötinu sem
er verið að steikja en í guðana bænum fleytið feitinni ofanaf)!
Ostarnir bræddir samanvið (gott er að saxa piparostinn niður fyrst).
Kryddinu bætt við (ekki krydda mikið). Ef ykkur finnst sósan of ljós
þá er það gamli góði sósuliturinn sem bjargar því (t.d. í samræmi við
kjötið, t.d. ljósari með svíni og s.frv.)
Núna er óhætt að láta suðuna koma upp smástund og er þá þessi gæða
sósa tilbúin. Nammi namm.
Það er upplagt að nota sveppi í þessa sósu og eru þeir bestir nýjir,
niðursneiddir og léttbrúnaðir á pönnu. Gott er að krydda þá létt með
eftirlætis kryddinu sínu og ekki spillir að hella yfir þá örlitlu
rauðvíni. Sveppirnir eru svo settir út í sósuna áður en suðan er
er látin koma upp.

Sendandi: Stefán Ragnar <stera@treknet.is> (24/08/1997)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi