Nautakjöt með papriku

Kjötréttir

Léttur kjötréttur fyrir 1-2

Efni:
170g meirt nautakjöt
200g rauð paprika
100g laukur
1-2 rif hvítlaukur smátt skorinn
Safi úr 1 lime
Salt og sítrónupipar

Meðhöndlun
Allt skorið í fína strimla. Kjötið steikt á heitri pönnu í ca. 5 mín síðan tekið af og grænmetið steikt í ca. 5-7 mín. Bætið svo limeinu við og kjötið sett aftur saman við og hitanum leift að koma upp.

Hægt er að breita uppskriftinni á ýmsa vegu s.s. að bæta við sveppum, skipta nautakjötinu út fyrir kjúkkling. Bara að hafa gott og gaman af

Sendandi: Una <dauna@hotmail.com> (10/10/2006)


UppskriftaWWWefurinn - www.eldhus.is
Ingimar og Siggi